Haraldur vekur athygli hjá R&A

Haraldur Magnús skrifar nýjan kafla í golfsöguna þegar hann tíar upp á Opna mótinu á Carnoustie þegar hann verður fyrsti Íslendingurinn til að keppa á risamóti, segir í upphafi pistils á heimasíðu mótsins.
Haraldur vann sér þátttökurétt í gegnum úrtökumót á Prince’s golfvellinum en þar var hann í 2. sæti en í 3. sæti var tvöfaldur risameistari Opna bandaríska mótsins, Retief Goosen.
Okkar maður segir í viðtalinu að Carnoustie sé erfiðari völlur en hann hafi nokkurn tíma kynnst á Íslandi. „Ég ólst upp á golfvellinum við misjafnt veðurfar (eins og var í úrtökumótinu) og ég elska strandvallagolf. Ég lék í Opna áhugamannamótinu 2015 á vellinum en þá var enginn vindur. Hann verður hrikalegur erfiður í miklum vindi.“
Í greininni er fjalla um fjölda kylfinga á Íslandi og að um 10% þjóðarinnar leiki golf. Haft er eftir Hauki Erni Birgissyni að augu allra Íslendinga verði á Haraldi. Einnig er fjallað um árangur Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru á mótaröðum kvenna.

Páll Ketilsson, ritstjóri kylfing.is verður í Carnoustie og mun fjalla um ganga mála hjá okkar manni í næstu viku á kylfingur.is og Facebook-síðu kylfings.is

Greinin á vef R&A