Haraldur lék annan hringinn á Deserts Springs á 3 höggum undir pari

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús fór upp um 5 sæti milli hringja eftir flottan hring á öðrum keppnisdegi 2. stigs úrtökumótsins á Desert Springs golfvellinum á Spáni.

Haraldur lék annan hringinn á 3 höggum undir pari og er samtals á 3 höggum undir pari í mótinu.

Þegar tveir hringir eru búnir í mótinu er Haraldur jafn í 35. sæti af 74 keppendum en alls komast um 18 kylfingar áfram á lokastigið eftir fjóra hringi.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is