Haraldur komst ekki áfram á lokastigið

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst ekki í gegnum 2. stig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð karla sem kláruðust í dag á Spáni. 

Haraldur lék lokahring mótsins á 3 höggum yfir pari og endaði því á 4 höggum undir pari í heildina. Það var því miður ekki nóg í þetta skiptið en hann hefði þurft að leika á 9 höggum undir pari í mótinu til þess að komast áfram.

Deyen Lawson lék manna best í mótinu og endaði á 21 höggi undir pari. Hann heldur áfram ásamt 17 öðrum kylfingum á lokaúrtökumótið sem fer fram í næstu viku.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is