Haraldur á parinu á Desert Springs

Haraldur Franklín Magnús lék í dag fyrsta hringinn á 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla á Desert Springs golfvellinum á Spáni.

Haraldur er jafn í 40. sæti í mótinu á pari eftir fyrsta hringinn af 74 kylfingum.

Á hringnum fékk Haraldur þrjá fugla og þrjá skolla en skorkort hans má sjá hér fyrir neðan.


Skorkort Haraldar.

Alls komast um 25% kylfinga áfram af 2. stiginu yfir á lokastigið en leiknir eru fjórir hringir í móti helgarinnar. 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is