Hafdís Alda leikur á sínu fyrsta háskólamóti

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK, hóf leik í gær á Redbird Invitational mótinu sem fer fram í bandaríska háskólagolfinu. Hafdís Alda skrifaði undir hjá IUPUI skólanum fyrir tímabilið og er þetta fyrsta mótið hennar í haust.

Hafdís er jöfn í 37. sæti eftir fyrsta daginn en hún lék hringi gærdagsins á 83 og 77 höggum. Lið hennar, IUPUI, er í 7. sæti fyrir lokahringinn sem fer fram í dag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is