Guðrún lék fyrsta hringinn á 75 höggum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék fyrsta hringinn á Anna Nordqvist Vasteras Open mótinu á 75 höggum eða 3 höggum yfir pari og er um miðjan hóp þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta hringnum.

Guðrún Brá hóf leik á seinni níu í dag og var komin fjögur högg yfir par snemma á hringnum. Hún svaraði því hins vegar vel og lék holur 15-18 á 2 höggum undir pari.

Á seinni níu lék Guðrún Brá svo á höggi yfir pari og kláraði hringinn á 3 höggum yfir pari.

Þessa stundina er Guðrún jöfn í 45. sæti. Efstu kylfingar eru á 3 höggum undir pari.

Berglind Björnsdóttir, GR, er einnig meðal keppenda í mótinu en hún er á 8 höggum yfir pari eftir 12 holur, jöfn í 102. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is