Guðrún Brá úr leik á Opna breska áhugamannamótinu

Afrekskylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er úr leik á Opna breska áhugamannamótinu sem fer fram í Wales. Þetta varð ljóst eftir tap gegn Hollendingnum Romy Meekers í 64-manna úrslitunum.

Guðrún Brá hafði leikið glæsilegt golf fyrstu tvo dagana og komst auðveldlega í 64 manna holukeppni eftir höggleikinn. Hægt er að lesa nánar um það með því að smella hér.

Leikurinn í dag milli Guðrúnar og Meekers fór alla leið á 18. holu þar sem Meekers hafði á endanum betur 1/0. Þvi er þátttöku Guðrúnar lokið í mótinu að þessu sinni.

Hér er hægt að sjá fleiri upplýsingar um mótið.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is