Guðrún Brá náði sínum besta árangri á tímabilinu í Finnlandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lauk í dag leik á móti vikunnar á LET Access mótaröðinni í golfi. Guðrún Brá lék lokahringinn á 4 höggum yfir pari og endaði mótið í 25. sæti.

Guðrún fékk alls einn fugl, þrjá skolla og einn tvöfaldan skollla á lokahringnum sem var hennar versti í mótinu en áður hafði hún leikið á 75 og 72 höggum.


Skorkort Guðrúnar.

Hápunktur mótsins hjá henni var klárlega þegar hún fór holu í höggi á öðrum hringnum. Lesa nánar með því að smella hér.

Árangur Guðrúnar í mótinu er hennar besti á mótaröðinni til þessa en hún leikur á sínu fyrsta tímabili sem atvinnukylfingur.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is