Guðrún Brá með fjögurra högga forystu á KPMG-Hvaleyrarbikarnum

Annar hringur KPMG-Hvaleyrarbikarsins var leikinn í dag við ágætis aðstæður í Hafnarfirði. Það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem er með forystu á samtals þremur höggum yfir pari.

Guðrún Brá hóf daginn á því að fá tvöfaldan skolla og eftir skolla á fimmtu var hún komin á þrjú högg yfir par. Hún náði aðeins að snúa við blaðinu á síðari níu holunum en hún fékk á þeim tvo fugla, einn skolla og restina pör.

Hringinn lék hún því á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er samtals á þremur höggum yfir pari.

Berglind Björnsdóttir er ein í öðru sæti á samtals sjö höggum yfir pari. Hún lék hringinn í dag á 75 höggum eða fjórum höggum yfir pari.

Kvennaflokkur, KPMG-Hvaleyrarbikarinn:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 72-73 (+3)
2. Berglind Björnsdóttir, GR 74-75 (+7)
3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 77-76 (+11)
4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 76-78 (+12)
5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 83-73 (+14)

Hérna má sjá stöðuna.