Guðrún Brá lék á 74 höggum á fyrsta hring Opna breska áhugamannamótsins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, afrekskylfingur úr Keili, hóf í gær leik á Opna breska áhugamannamótinu og lék hún fyrsta hringinn á 74 höggum. Mótið fer fram í Wales og er leikið á Pyle og Kenfig golfvöllunum.

Guðrún Brá hóf leik á fyrsta teig og var byrjun hennar ekki eins og best verður á kosið, en hún var komin þremur höggum yfir par eftir aðeins fjórar holur. Guðrún fékk síðan einn fugl á fyrri níu holunum og var því á tveimur höggum yfir pari eftir níu holur.

Á síðar níu holunum var Guðrún búin að fá einn skolla, fjögur pör og tvo fugla þegar tvær holur voru eftir. Hún fékk aftur á móti skolla á bæði 17. og 18. holuna og endaði því hringinn á 74 höggum, eða þremur höggum yfir pari. Hún er eftir daginn jöfn í 57. sæti

Það var hin sænska Linn Grant sem lék best, en hún kom í hús á sex höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.