Guðrún Brá komst áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, flaug í gegnum 1. stigs úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina sem fór fram í Marokkó dagana 1.-4. nóvember.

Guðrún Brá lék hringina fjóra á samtals 8 höggum yfir pari og endaði í 21. sæti en 36 efstu kylfingarnir komust áfram á lokaúrtökumótið.

Guðrún lék lokahring mótsins á 2 höggum yfir pari og gerði fá mistök, fékk 5 skolla og tvo fugla.

Lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina fer fram dagana 16.-20. desember í Marokkó. Þar öðlast 25 efstu kylfingarnir þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is