Guðrún Brá keppir á lokamóti LET Access mótaraðarinnar

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er skráð til leiks á Santander Golf Tour LETAS mótinu sem fer fram dagana 8.-10. nóvember í Barselóna.

Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni en þar hefur Guðrún Brá keppt á tímabilinu. Mótið er lokamót tímabilsins og kemur þá í ljós hver fagnar stigameistaratitlinum.

Guðrún Brá hefur keppt á 11 mótum á árinu og er í 71. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Alls hefur hún þénað tæplega 3.500 evrur en hennar besti árangur kom á Lavaux Ladies Championship mótinu.

Keppni á lokamótinu hefst á fimmtudaginn. Guðrún Brá byrjar klukkan 10:45 að staðartíma og leikur með þeim Clarisse Louis og Dulcie Sverdloff.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is