Guðrún Brá í 27. sæti þegar úrtökumótið er hálfnað

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er búin með tvo hringi á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Marokkó.

Eftir hringina tvo er Guðrún samtals á 7 höggum yfir pari og jöfn í 23. sæti. Guðrún lék annan hringinn á 4 höggum yfir pari en skorkort hennar í mótinu til þessa má sjá hér fyrir neðan.

Guðrún er í fínum málum þegar mótið er hálfnað en alls komast um 25 kylfingar áfram að fjórum hringjum loknum á lokaúrtökumótið sem fer fram í desember.

Þriðji hringur mótsins fer fram í dag, laugardag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is