Guðrún Brá hefur leik í dag á Opna breska áhugamannamótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur leik á Opna breska áhugamannamótinu í dag, þriðjudag. Leikið er á Pyle og Kenfig golfvöllunum í Wales.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að 144 keppendur leika 36 holur í höggleik og 64 efstu komast í holukeppnina sem tekur við af höggleiknum.

Þetta er í 114. sinn sem mótið fer fram. Keppnisvellirnir Pyle & Kenfig eiga sér langa sögu í alþjóðlegri keppni. Opna breska áhugamannamótið í karlaflokki hefur til að mynda þrívegis farið fram á þessum völlum.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér: 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is