Guðrún Brá fór holu í höggi og lék á 72 höggum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir gerði sér lítið og fór holu í höggi á öðrum hring Finnish Open mótsins sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Hún lék hringinn á 72 höggum og kemst örugglega í gegnum niðurskurðinn.

Hún hóf leik á fyrstu holu í dag og lék fyrri níu holurnar þannig að hún fékk einn skolla og átta pör. Sama stöðuga spilamennskan hélt áfram á síðari níu holunum og var hún búin að fá fimm pör í röð þegar að hún steig upp á 15. teiginn. Holan er í kringum 175 metra og gerði Guðrún sér lítið fyrir og fór holu í höggi og var því komin á eitt högg undir pari. Hún tapaði svo einu höggi á lokaholunni og lauk því leik á parinu.

Guðrún Brá er eftir hringina tvo jöfn í 17. sæti á samtals þremur höggum yfir pari og því örugg um að komast í gegnum niðurskurðinn en eins og staðan er núna komast þær áfram sem eru á sjö höggum yfir pari og betur.

Berglind Björnsdóttir var einnig á meðal keppenda. Hún bætti sig um þrjú högg frá því í gær og kom í hús á 78 höggum. Hún endaði mótið á 15 höggum yfir pari og kemst því ekki áfram.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.