Guðrún Brá búin að tapa fyrstu tveimur leikjunum í Katar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er meðal keppenda í Patsy Hankins bikarnum sem fer fram dagana 8.-10. mars í Katar. Í Patsy Hanskins bikarnum keppir lið Evrópu við lið Asíu, ekki ósvipað og í Solheim Cup, nema í liði andstæðingsins eru kylfingar frá Asíu í stað Bandaríkjanna og það eru einungis áhugamenn sem keppa.

Eftir tvo daga er úrvalslið Asíu nú þegar búið að vinna mótið en staðan er 16,5 - 3,5 fyrir lokadaginn.

Guðrún Brá hefur leikið tvo leiki í mótinu og í bæði skiptin með Clarisse Louis frá Belgíu. Þær töpuðu báðum viðureignum sínum.

Lokadagur mótsins fer fram í dag og leikur Guðrún Brá gegn Du Mohan í tvímenningsleik.

Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is