Guðrún Brá birtir skemmtilega mynd frá Katar

Patsy Hankins bikarinn fór af stað nú í morgun, en mótið er liðakeppni milli úrvalsliðs Evrópu og úrvalsliðs Asíu. Ísland á einn fulltrúa í evrópska liðinu, en það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Guðrún lék ekki í fyrstu umferðinni, en hún er í gangi að svo stöddu.

Mótið fer fram í Katar og er leikið á Doha golfvellinum, sama velli og Qatar Masters mótið á Evrópumótaröðinni fór fram á. 

Högg febrúar mánaðar kom einmitt í því móti, en höggið sló Eddie Pepperell. Höggið má sjá hér að neðan.

Á æfingahringnum fyrir mótið birti Guðrún Brá þessa skemmtilegu mynd af sér á nánast sama stað og Eddie Pepperell. Eins og sést á myndinni er boltinn hjá Guðrúnu vel fyrir ofan bakkann og því ljóst að hún kom boltanum auðveldlega inn á flöt.

Hægt er að fylgjast með Patsy Hankins bikarnum hérna.

 

#eddiepepperell style!

A post shared by Guðrún Brá Björgvinsdóttir (@gudrunbra) on