Guðmundur og Haraldur enduðu jafnir á Spáni

Íslensku kylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús luku í dag leik á Westin La Quinta mótinu sem fór fram á Gecko mótaröðinni dagana 5.-6. febrúar.

Kylfingarnir enduðu báðir í efri hlutanum af alls 55 keppendum sem tóku þátt í mótinu.

Haraldur Franklín endaði í 8. sæti á 2 höggum yfir pari í heildina. Hann lék fyrri hringinn á tveimur höggum yfir pari og þann seinni á parinu.

Guðmundur Ágúst lék betur á fyrri hring mótsins og kom inn á pari vallarins en lék á tveimur höggum yfir pari í dag og endaði sömuleiðis í 8. sæti.

Finninn Oliver Lindell stóð uppi sem sigurvegari í mótinu en hann lék samtals á 7 höggum undir pari á hringjunum tveimur.

Guðmundur og Haraldur eru báðir með keppnisrétt á Nordic Golf mótaröðinni sem hefst 13. febrúar. Mót vikunnar var því fínn undirbúningur fyrir komandi átök hjá þeim.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.


Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is