Guðmundur á höggi undir pari

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hóf leik í dag á OnePartnerGroup Open mótinu sem er hluti af Nordic Golf mótaröðinni.

Guðmundur Ágúst lék fyrsta hring mótsins á höggi undir pari og er þessa stundina jafn í 22. sæti.

Guðmundur fékk alls fjóra fugla og þrjá skolla á hringnum en hann hóf leik á 10. holu í morgun. Skorkort hans má sjá hér fyrir neðan.

Alls eru leiknir þrír hringir í mótinu sem lýkur á föstudaginn. Fyrir mótið er Guðmundur í 27. sæti stigalistans á Nordic Golf mótaröðinni eftir flottan árangur á tímabilinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is