Golfskáli og skemma undirbúin fyrir niðurrif á Akranesi

Golfskálinn hjá Golfklúbbi Leynis og skemma við skálann voru undirbúin fyrir niðurrif laugardaginn 6. janúar vegna nýrrar frístundamiðstöðvar sem mun rísa á svæðinu á næstu mánuðum.

Fjöldi félagsmanna mætti og aðstoðaði við flutninga á húsbúnaði að því er kemur fram á heimasíðu klúbbsins. Jarðvinnuverktaki var einnig að störfum þar sem unnið var við inntaks lagnir í jörðu.

Framkvæmdir við frístundamiðstöð eru á áætlun og verður mikið um að vera næstu vikurnar þegar niðurrif bygginga fer fram og uppgröftur hefst fyrir nýrri byggingu.

Frístundamiðstöðin verður rúmlega 1000m2 að stærð og skiptist í 700m2 jarðhæð og 300m kjallara.  Frístundamiðstöðin mun hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfssemi á vegum Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is