Góðgerðarsamtök Ernie Els heiðruð

Síðasta þriðjudag var Ernie Els heiðraður fyrir störf sín í garð einhverfu. Verðlaunin sem um ræðir eru Heisman mannúðar verðlaunin. Els og kona hans eiga saman son sem er einhverfur og hafa þau rekið góðgerðarsamtökin „Els for Autism“ síðan árið 2009.

Við afhendingu verðlaunanna sagði Els að þetta væri pínu vandræðalegt að hann væri að taka við þessum verðlaunum þar sem nafnið hans væri aðeins andlit samtakanna.

„Þetta er pínu vandræðalegt. Nafnið mitt er kannski tengt samtökunum, en konan mín, hennar starfsfólk og allir sem eru tengdir þessu eru þeir sem eiga heiður að þessu. Við erum farin að fá verðlaun núna, en við erum samt ekki í þessu til þess að fá verðlaun. Þessi verðlaun eru mikilvæg og vottun um að það sem við gerum skiptir máli.“