Góð byrjun hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf leik í dag á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu. Hún lék hringinn á 69 höggum og er jöfn í 22. sæti þegar margar konur eiga enn eftir að ljúka leik.

Á hringnum í dag fékk Ólafía sex fugla, þrjá skolla og restina pör. Hún var um tíma komin á fjögur högg undir par en tapaði einu höggi 17. holunni og endaði því hringinn á þremur höggum undir pari.

Eins og áður sagði er Ólafía jöfn í 22. sæti þegar margar eiga enn eftir að ljúka leik. Efstu konur eru á samtals níu höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.