Góð byrjun hjá Guðmundi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hóf í dag leik á PGA Catalunya Resort Championship mótinu en það er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Hringinn lék Guðmundur á 68 höggum og er jafn í 14. eftir daginn.

Hann lék á Tour vellinum í dag og var spilamennska hans mjög stöðug. Fyrri níu holurnar lék hann á höggi undir pari þar sem hann fékk tvo fugla, einn skolla og restina pör en hann hóf leik á 10. holu. Á þeim síðari fékk Guðmundur einn fugl og restina pör og kom því í hús á tveimur höggum undir pari.

Eins og fram hefur komið hefur Guðmundur leikið frábært golf að undanförnu en hann vann meðal annars sitt fysta mót á Nordic Golf mótaröðinni í síðustu viku og því frábært að sjá hann fylgja því eftir með góðum hring í dag.

Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson og Haraldur Franlín Magnús eru einnig á meðal keppenda en þeir eru allir enn úti á velli.

Stöðuna í mótinu má sjá hérna.