Glæsileg endurkoma hjá Valdísi Þóru

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hóf leik í dag á Estrella Damm mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni í golfi.

Valdís Þóra hóf daginn frekar illa og var á fjórum höggum yfir pari eftir 6 holur. Þá tók við magnaður kafli hjá henni og lék hún síðustu 12 holurnar á 7 höggum undir pari. Hún lék því fyrsta hringinn á 3 höggum undir pari.

Eftir hringinn er Valdís Þóra í 8. sæti af 108 kylfingum og í frábærum málum.

Hin sænska Anna Nordqvist er í forystu í mótinu á 5 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Valdísi Þóru.

Estrelle Damm mótið er þriðja mótið sem Valdís Þóra tekur þátt í á LET Evrópumótaröðinni en hún hefur endað í 51. og 50. sæti á fyrstu tveimur mótunum og komist í gegnum niðurskurðinn á þeim báðum. 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is