GKG gerir afrekssamkomulag við kylfinga

Hópi fremstu og efnilegustu kylfinga GKG, fæddum 2003 og eldri var boðið afrekssamkomulag við félagið og þar með í Afrekshóp GKG 2018. Þetta kemur fram á heimasíðu klúbbsins.

Markmið með vali í afrekshóp eru m.a. að veita enn betri stuðning til þeirra sem náð hafa framúrskarandi árangri og búa til hvatningu fyrir aðra að ná enn betri árangri. Miðað er við að kylfingar hafi náð ákveðnum árangursforsendum, séu til fyrirmyndar innan vallar sem utan, hafi mikinn metnað og dugnað til að ná langt í íþróttinni. 

Við skilgreiningu á því hvað telst vera afrekskylfingur og afreksefni er miðað við forgjafarviðmið eins og kemur fram í afreksstefnu GSÍ.

Kylfingarnir fá stuðning með ýmsu móti frá GKG. Á móti inna kylfingarnir ákveðnum tímafjölda af hendi við ýmis verkefni í kringum íþróttastarfið. Munur er á stuðningi vegna A og B samkomulags. Eftirtaldir kylfingar skipa A og B afrekshópa GKG:

Afrekshópur GKG A-samkomulag
Alma Rún Ragnarsdóttir
Aron Snær Júlíusson
Egill Ragnar Gunnarsson
Eva Maria Gestsdottir
Flosi Valgeir Jakobsson
Hlynur Bergsson
Hulda Clara Gestsdottir
Ingvar Andri Magnússon
Ragnar Már Garðarsson
Sigurður Arnar Garðarsson

Afrekshópur GKG B-samkomulag
Anna Júlía Ólafsdóttir
Árný Eik Dagsdóttir
Breki G. Arndal
Jón Gunnarsson
María Björk Pálsdóttir
Særós Eva Óskarsdóttir

Ísak Jasonarson
isak@vf.is