GK tilkynnir karla- og kvennasveitir sínar

Þjálfarar Golfklúbbs Keilis tilkynntu nú síðdegis bæði karla- og kvennasveitir sínar sem munu leika í 1. deild á Íslandsmóti Golfklúbba sem hefst á föstudaginn. Mótið hjá konunum er haldið af Golfklúbbnum Leyni á Akranesi á meðan karlarnir munu leika hjá Golfklúbbi Kiðjabergs.

Kvennasveit GK skipa:

Anna Sólveig Snorradóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Gunnhildur Kristjánsdóttir
Hafdís Alda Jóhannsdóttir
Helga Kristín Einarsdóttir
Signý Arnórsdóttir
Sigurlaug Rún Jónsdóttir
Þórdís Geirsdóttir
Liðsstjóri: Karl Ómar Karlsson

Sveit Keilis er skipuð sjö af þeim átta sem spiluðu í fyrra, en Sigurlaug Rún bætist við hópinn að þessu sinni. Sveit Keilis endaði í öðru sæti í fyrra eftir að hafa tapað fyrir GR í úrslitaleiknum.

Karlasveit GK skipa:

Benedikt Sveinsson
Birgir Björn Magnússon
Daníel Ísak Steinarsson
Gísli Sveinbergsson
Helgi Snær Björgvinsson
Henning Darri Þórðarson
Rúnar Arnórsson
Vikar Jónasson
Liðsstjóri: Björgvin Sigurbergsson

Karlasveit Keilis sigraði mótið í fyrra þegar leikið var á Korpúlfsstaðavelli. Þeir sigruðu GKG í úrslitaleiknum í fyrra. Í sveit Keilis vantar Íslandsmeistarann, Axel Bóasson, en að sama skapi er Vikar mættur aftur til leiks, en hann hefur unnið tvö mót á Eimskipsmótaröðinni í sumar og er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar.