Gísli endaði í 34. sæti á St. Andrews Links Trophy

Gísli Sveinbergsson náði um helgina fínum árangri á St. Andrews Links Trophy mótinu sem fór fram dagana 8.-10. júní á gamla og nýja vellinum á St. Andrews svæðinu.

Gísli lék hringina fjóra samtals á 3 höggum yfir pari og endaði í 34. sæti af 144 keppendum. Skorið hans var frábært fyrstu þrjá hringina en lakasta spilamennskan kom á 4. hring þegar hann lék á 78 höggum.

St. Andrews Links Trophy er eitt sterkasta áhugamannamót heims. Alls léku þrír íslenskir kylfingar í mótinu í þetta skiptið en auk Gísla léku þeir Aron Snær Júlíusson og Bjarki Pétursson í mótinu. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.

John Murphy fór með sigur af hólmi í mótinu á 9 höggum undir pari eftir bráðabana gegn Jannik de Bruyn. Fyrir vikið fær hann þátttökurétt á nokkrum af sterkustu mótum heims, meðal annars á Opna mótinu.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is