Gísli efstur af Íslendingunum í Minnesota

Þrír íslenskir kylfingar luku leik nú í kvöld á Gopher Invitational, en mótið er hluti af bandaríska háskólagolfinu. Íslendingarnir eru þeir Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson, sem báðir leika fyrir Kent State Háskólann, og Rúnar Arnórsson, sem leikur fyrir Háskólann í Minnesota. Það var Gísli sem endaði efstur af þeim félögum, jafn í 18. sæti.

Gísli lék hringina þrjá á samtals fjórum höggum yfir pari. Fyrir lokahringinn var Gísli á fjórum höggum yfir pari og lék hann því hringinn í dag á parinu, eða 71 höggi. Það, eins og áður sagði, dugði til þess að verða jafn í 18. sæti.

Bjarki lék frábært golf á lokadeginum og kom hann í hús á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann endaði því mótið á samtals sjö höggum yfir pari og var hann jafn í 31. sæti.

Rúnar lék á 71 höggi, líkt og Gísli. Hann endaði því á samtals sjö höggum yfir pari, en hann lék fyrstu tvo hringina á sjö höggum yfir pari. Rúnar lauk því leik jafn Bjarka, í 31. sæti.

Lið Bjarka og Gísla, Kent State, luku leik í fjórða sæti á samtals átta höggum yfir pari, á meðan lið Minnesota endaði í 12. sæti á 27 höggum yfir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.