German Junior Golf: Daníel, Sigurður og Kristófer allir meðal 10 efstu

Eftir þrjá hringi á German Junior Golf móti sem fer fram í Berlín eru þrír ungir íslenskir kylfingar allir í toppbaráttunni. Það eru þeir Daníel Ísak Steinarsson (GK), Kristófer Karl Karlsson (GM) sem leika í flokki 18 ára og yngri og Sigurður Arnar Garðarsson (GKG) sem leikur í flokki 14-15 ára.

Daníel Ísak hefur leikið jafnt og stöðugt golf alla þrjá dagana og er samtals á 8 höggum yfir pari (74,74,76). Hann er jafn í 6. sæti.

Sigurður Arnar lék frábært golf á þriðja hring og kom inn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er nú kominn upp í 8. sæti á 11 höggum yfir pari í heildina. Skorið er ekki gefið upp í flokki 14-15 ára en ljóst er að Sigurður er ofarlega í þeim flokki.

Kristófer Karl hefur leikið vel síðustu tvo hringi og er kominn upp í 9. sæti. Hann er samtals á 13 höggum yfir pari (82,74,73).

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, laugardag. Hér er hægt að sjá stöðuna.


Daníel Ísak.


Krstófer Karl Karlsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is