Garcia efstur | Birgir komst ekki áfram

Annar hringurinn á Valderrama Masters mótinu kláraðist í dag, laugardag, á Evrópumótaröð karla. Spánverjinn og gestgjafinn Sergio Garcia er í forystu á 10 höggum undir pari, fjórum höggum á undan næsta manni.

Birgir Leifur Hafþórsson var meðal keppenda í mótinu en hann komst ekki áfram í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi. Birgir var í fínni stöðu þegar þrjár holur voru eftir á þremur höggum yfir pari í heildina en fékk tvöfaldan skolla á 16. holu og missti af öruggu sæti með einu höggi.

Englendingurinn Ashley Chesters er annar á 6 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Spánverjunum Alvaro Quiros og Gonzalo Fdez-Castano og Skotanum Marc Warren.

Vegna hættu á þrumum og eldinum hefur spil keppenda tafist töluvert. Stefnt er að því að klára alla fjóra hringina en ef veður leyfir ekki verður mótið stytt í 54 holur.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is