Gamla höggið: Þetta var ómögulegt högg

Gamla höggið er fastur liður hjá Kylfingi í vetur en vikulega koma inn myndbönd af nokkrum af eftirminnilegustu höggum golfsögunnar. 

„Hann þurfti gott jafnvægi, þurfti að geta stýrt boltanum og ótrúlegan kraft til þess að slá þetta högg, þetta var ómögulegt högg,“ sagði Stuart Appleby um högg Tiger Woods úr glompu á PGA meistaramótinu árið 2002.

Woods hafði slegið í glompu á 18. holu Hazeltine National og virtist í vonlausri stöðu. Staða hans var mjög óþægileg, hann þurfti að standa með fætur langt fyrir ofan boltann, og þá þurfti hann helst að slá boltann í húkk til þess að komast framhjá trjánum sem skyggðu á flötina.

Ernie Els minntist þessa höggs í fyrra og taldi þetta besta högg Woods frá upphafi. „Hann tók upp 3 járnið og þurfti að slá yfir tré og inn á flötina. Klukkan var 7:30 um morguninn og að slá svona högg á þessum tíma er klikkun.“

Tiger Woods endaði í öðru sæti á PGA meistaramótinu þetta árið. Bandaríkjamaðurinn Rich Beem stóð uppi sem sigurvegari í mótinu en það var hans fyrsti og síðasti risatitill.

Sjá einnig:

Gamla höggið: Þegar Woods benti boltanum á holuna
Gamla höggið: Tway stelur sigrinum af Greg Norman
Gamla höggið: Nicklaus stenst pressuna á Masters 45 ára gamall
Gamla höggið: Jimenez sýndi snilli sína á Opna mótinu
Gamla höggið: McIlroy slær í gegn og fagnar sínum fyrsta risatitli

Ísak Jasonarson
isak@vf.is