Gamla höggið: Mickelson á Masters 2010

Við höldum áfram að rifja upp nokkur af eftirminnilegustu höggum golfsögunnar. Að þessu sinni förum við sjö ár aftur í tímann og rifjum upp ótrúlega björgun bandaríska kylfingsins Phil Mickelson á Masters mótinu. 

Lokahringurinn á Masters mótinu árið 2010 var líkt og oft áður gríðarlega spennandi. Fyrir lokahringinn var Englendingurinn Lee Westwood í forystu en Phil Mickelson, K. J. Choi, Tiger Woods og Fred Couples voru allir í toppbaráttunni.

Á lokahringnum sýndi Phil Mickelson snilli sína og lék á 5 höggum undir pari, sem dugði honum til sigurs. Högg mótsins kom á 13. holu þegar hann hafði slegið teighögg sitt vel til hægri.

Myndband af högginu má sjá hér fyrir neðan.

Sigur Mickelson á Masters mótinu árið 2010 var hans þriðji á ferlinum. Áður hafði hann unnið árin 2004 og 2006. Síðasti sigur Mickelson á stórmóti kom árið 2013 þegar hann sigraði á Opna mótinu.

Sjá einnig:

Gamla höggið: Þegar Woods benti boltanum á holuna
Gamla höggið: Tway stelur sigrinum af Greg Norman
Gamla höggið: Nicklaus stenst pressuna á Masters 45 ára gamall
Gamla höggið: Jimenez sýndi snilli sína á Opna mótinu
Gamla höggið: McIlroy slær í gegn og fagnar sínum fyrsta risatitli
Gamla höggið: Töfrahögg Bubba Watson á Masters mótinu

Ísak Jasonarson
isak@vf.is