Gamla höggið: „Ég hitti ekki flötina“

Gamla höggið er fastur liður hjá Kylfingi í vetur en vikulega koma inn myndbönd af nokkrum af eftirminnilegustu höggum golfsögunnar. 

Að þessu sinni förum við aftur til ársins 2000 þegar Tiger Woods var upp á sitt besta. Woods hafði meðal annars sigrað á Opna bandaríska mótinu, Opna mótinu og PGA meistaramótinu og var á góðri leið með að sigra á Opna kanadíska mótinu þegar hann sló í glompu í upphafshögginu á 18. holu.

Lokaholan á Opna kanadíska mótinu var 508 yarda löng par 5 hola (rúmlega 450 metra löng) og átti Woods um 190 metra eftir yfir vatn. Woods sló þá líklega eitt besta högg í sögu mótsins með sex járni og sigraði á mótinu.

Aðspurður um höggið sagði Woods eftirfarandi: „Höggið sem ég sló í Kanada var nokkuð gott, en ég nefni það alltaf að ég hitti ekki flötina, ég sló yfir flötina þannig að höggið var ekki svo gott.“

Sjá einnig:

Gamla höggið: Þegar Woods benti boltanum á holuna
Gamla höggið: Tway stelur sigrinum af Greg Norman
Gamla höggið: Nicklaus stenst pressuna á Masters 45 ára gamall
Gamla höggið: Jimenez sýndi snilli sína á Opna mótinu
Gamla höggið: McIlroy slær í gegn og fagnar sínum fyrsta risatitli
Gamla höggið: Töfrahögg Bubba Watson á Masters mótinu

Ísak Jasonarson
isak@vf.is