Fyrsti sigur Kitayama á Evrópumótaröðinni

Kuri Kitayama gerði sér lítið fyrir og sigraði í dag á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í einungis þremur tilraunum þegar lokahringur AfrAsia Bank Mauritius Open mótsins fór fram.

Kitayama, sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í haust, lék hringina fjóra á 20 höggum. Á lokahringnum fékk hann tvo skolla, fjóra fugla og einn örn og fagnaði tveggja högga sigri.

Forystan var komin niður í eitt högg eftir 16 holur en Kitayama fékk gríðarlega mikilvægan fugl á 17. holu og flott par á 18. holu.

Indverjinn Chikkarangappa og Frakkinn Matthieu Pavon enduðu í 2. sæti á 18 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is