Furyk og Björn hittust í Eiffel turninum

Jim Furyk og Thomas Björn verða fyrirliðar í Ryder bikarnum sem fer fram í París á næsta ári. Í tilefni þess hittust þeir á dögunum í Eiffel turninum og slógu nokkur högg.

Kylfingarnir endurtóku þar með eftirminnilega ferð Arnolds Palmers í turninn en hann sló einmitt nokkur högg af fyrstu hæðinni fyrir 41 ári.

Stutt viðtal við fyrirliðana má sjá hér í myndbandi.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is