Francesco Molinari sigraði á Opna mótinu

Ítalinn Francesco Molinari sigraði í dag á Opna mótinu sem fór fram á Carnoustie vellinum dagana 19.-22. júlí. Molinari lék lokahringinn á 2 höggum undir pari og samtals á 8 höggum undir pari í mótinu.

Molinari hóf daginn þremur höggum á eftir Bandaríkjamönnunum Xander Schauffele, Kevin Kisner og Jordan Spieth. Þeir náðu sér hins vegar ekki á strik á lokahringnum á meðan Molinari tapaði ekki höggi við erfiðar aðstæður.

Í holli með Molinari lék Tiger Woods mjög vel framan af og var kominn í forystu þegar 9 holur voru eftir í mótinu. Woods missteig sig hins vegar á 11. og 12. holu og tapaði þremur höggum. Svo fór að lokum að Woods endaði í 6. sæti, þremur höggum á eftir Molinari.

Lokahringur Opna mótsins bauð upp á mikla spennu frá byrjun. Fjölmargir kylfingar áttu góðan möguleika á sigri en svo fór að lokum að Molinari fagnaði sigri. Molinari var mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum á lokahringnum og er verðskuldaður sigurvegari á þessu 147. Opna móti.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

1. Francesco Molinari, -8
2. Justin Rose, -6
2. Rory McIlroy, -6
2. Kevin Kisner, -6
2. Xander Schauffele, -6
6. Eddie Pepperell, -5
6. Tiger Woods, -5
6. Kevin Chappell, -5

Ísak Jasonarson
isak@vf.is