Frábær sigur Axels og Birgis | Jafntefli hjá Ólafíu og Valdísi

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson unnu sinn annan leik á Evrópumótinu í liðakeppni gegn Ítölum í dag. Leikið er á Gleneagles vellinum í Skotlandi en mótið fer fram dagana 8.-12. ágúst.

Axel og Birgir mættu þeim Guido Migliozzi og Lorenzo Gagli. Íslensku strákarnir voru þrjár holur niður eftir níu holur en snéru leiknum sér í vil á síðari níu holunum og unnu leikinn að lokum 2/1. Þeir hafa því unnið báða leikin sína í mótinu til þessa.

Á meðan mættu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir liði Finna, sem var skipað þeim Noora Komulainen og Ursula Wikstrom. Leikurinn var jafn og spennandi og skildu liðin jöfn að lokum. Íslensku stelpurnar hafa nú tapað einum leik og gert eitt jafntefli.

Á morgun mæta Axel og Birgir liði Noregs og á meðan mæta stelpurnar liði Austurríkis.

Hérna má fylgjast með gangi máli í mótinu.


Birgir Leifur Hafþórsson.


Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.


Valdís Þóra Jónsdóttir.