Frábær lokahringur hjá Bjarka

Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson, sem báðir leika fyrir Kent State Háskólann, luku í gær leik á Bank of Tennessee mótinu. Mótið, sem er hluti af háskólagolfinu í Bandaríkjunum, var leikið á Blackthorn vellinum í Jonesborough. Bjarki átti besta lokahring mótsins og komst við hann upp í 8. sætið.

Bjarki var fyrir lokarhringinn á samtals tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 70 og 72 höggum. Á þriðja hringnum fékk hann Bjarki hvorki meira né minna en sjö fugla, einn skolla og restina pör. Hann lék því lokahringinn á 66 höggum, eða sex höggum undir pari og endaði jafn í 8. sæti á átta höggum undir pari.

Gísli átti einnig sinn besta hring í gær. Hann lék fyrstu tvo hringina á 73 höggum, og var því á tveimur höggum yfir pari. Gísli byrjaði hringinn mjög vel í gær og var á þremur höggum undir pari eftir átta holur. Hann fékk aftur á móti tvo skolla það sem eftir lifði hrings og lauk því leik á einu höggi undir pari, eða 71 höggi. Gísli endaði mótið á einu höggi yfir pari og var hann jafn í 37. sæti.

Lið Kent State endaði mótið í öðru sæti á samtals 22 höggum undir pari. Aðeins lið Penn State Háskólans var fyrir ofan þá á 31 höggi undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.


Gísli Sveinbergsson.