Formaður GA svarar fyrir sig

Eins og greint var frá í gær var Sturla Höskuldsson rekinn frá Golfklúbbi Akureyrar í gær en þar hafði hann starfað í þrjú ár sem PGA golfkennari. 

Sturla var ekki sáttur með brottreksturinn en ósætti var á milli hans og stjórnarinnar. Nánar má lesa um hans hlið hér.

Sigmundur Ófeigsson, formaður klúbbsins, svaraði fyrir sig í samtali við mbl.is í gær.

„Sam­starfið hef­ur ekki verið eins og best verður á kosið,“ sagði Sigmundur. „Hann [Sturla] set­ur svo upp ein­hvern Face­book-hóp þar sem hann hraun­ar yfir stjórn­ina. Það er ekk­ert talað við okk­ur og við feng­um svo­lítið af for­eldr­um á móti okk­ur. Við reynd­um að ræða við hann en hann vill bara losna við stjórn­ina og fá að ráða. Stjórn­in var ein­huga um það að hún myndi ekki starfa und­ir þessu. Það var ekki bara formaður, held­ur öll stjórn­in.

Hann [Sturla] hef­ur bara uppi þannig orð í garð fólks það það er ekki hægt að vinna svona og það hef­ur bara orðið al­gjör trúnaðarbrest­ur,“

Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is