Flosi Valgeir og Kinga Íslandsmeistarar í holukeppni 14 ára og yngri

Flosi Valgeir Jakobsson, GKG, og Kinga Korpak, GS, urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni í flokki 14 ára og yngri. Leikið var við fínar aðstæður í Grindavík á Húsatólftavelli.

Flosi Valgeir lék frábært golf á lokadeginum þar sem hann hafði fyrst betur gegn Sveini Andra Sigurpálssyni 2/1 í undanúrslitunum og svo Bjarna Þóri Lúðvíkssyni 6/5. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Flosa.

Í leiknum um þriðja sætið var það Sveinn Andri sem hafði betur gegn Böðvari Braga Pálssyni, 3/1.

14 ára og yngri strákar:

1. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG
2. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR
3. Sveinn Andri Sigurpálsson, GKG
4. Böðvar Bragi Pálsson, GR

Í stúlknaflokki var það Kinga Korpak sem sigraði. Hún vann Evu Maríu Gestsdóttur í úrslitaleiknum með minnsta mun, 1/0. Kinga Korpak hefur verið í miklu stuði það sem af er tímabili og var þetta þriðja mótið í röð sem hún vinnur.

Í leiknum um þriðja sætið var það Perla Sól Sigurbrandsdóttir sem vann Brynju Valdísi Ragnarsdóttur 4/5.

14 ára og yngri stelpur:

1. Kinga Korpak, GS
2. Eva María Gestsdóttir, GKG
3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
4. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR


Verðlaunahafar í stúlknaflokki 14 ára og yngri. Mynd: seth@golf.is

Ísak Jasonarson
isak@vf.is