Fleetwood staðfestir þátttöku sína í Dubai

Englendingurinn Tommy Fleetwood verður meðal keppenda á Omega Dubai Desert Classic mótinu á Evrópumótaröðinni sem fer fram í janúar á næsta ári.

Fleetwood er einn fjölmargra sterkra kylfinga sem hefur staðfest þátttöku sína en auk hans eru þeir Sergio Garcia, Henrik Stenson, Ian Poulter, Tyrrell Hatton og Thorbjörn Olesen allir skráðir til leiks en þeir voru einmitt í Ryder liði Evrópu í París í haust.

Hinn 23 ára gamli Haotong Li hefur titil að verja. Hann hafði betur gegn Rory McIlroy á endasprettinum í ár þegar hann vann mótið, fyrstur Asíubúa.

Omega Dubai Desert Classic fer fram 24.-27. janúar í 30. skiptið. Mótið hóf göngu sína árið 1989 en síðan þá hafa 24 kylfingar unnið mótið, þar af níu risameistarar.


Haotong Li fagnaði sigri í ár.


Sergio Garcia sigraði á mótinu árið 2017.


Rory McIlroy hefur tvisvar fagnað sigri á Omega Dubai Desert Classic.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is