Fleetwood frábær á lokahringnum

Lokahringur Opna bandaríska meistaramótsins er í fullum gangi. Efstu menn eru um það bil hálfnaðir með hringinn og eins og staðan er núna þá er Brooks Koepka efstur á einu höggi yfir pari.

Englendingurinn Tommy Fleetwood var að ljúka við sinn hring og kom hann í hús á 63 höggum, eða sjö höggum undir pari og er það besti hringur mótsins hingað til. Við það er Fleetwood kominn upp í annað sætið á samtals tveimur höggum yfir pari.

Það er því komin ákveðin pressa á þá kylfinga sem eru enn úti á velli. Á meðan getur Fleetwood setið rólegur í klúbbhúsinu og séð hvort að tveir yfir pari muni duga til að komast í umspil eða jafnvel sigurs.

Fylgjast má með stöðunni í mótinu hérna.