Fjórir kylfingar tryggðu sér sæti á Opna mótinu í Singapúr

Jazz Janewattananond, Danthai Boonma, Sean Crocker og Lucas Herbert tryggðu sér í dag sæti á Opna mótinu með góðum árangri á SMBC Singapore Open mótinu sem fór fram á Asíutúrnum.

Mótið er það þriðja á tímabilinu sem gefur fjögur sæti á Opna mótinu en mótið fer fram dagana 19.-22. júlí seinna á þessu ári.

Janewattananond og Boonma, sem eru báðir frá Taílandi, enduðu jafnir í fjórða sæti í mótinu, Crocker endaði í 6. sæti og Herbert í 8. sæti. Sergio Garcia stóð uppi sem sigurvegari í mótinu en hann hafði að sjálfsögðu tryggt sér sæti á Opna mótinu áður.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is