Fitzpatrick segist geta gert betur þrátt fyrir að eiga besta hring dagsins

Það var Matt Fitzpatrick sem lék best allra á þriða degi Abu Dhabi HSBC Championship mótsins, en hann lék á 63 höggum. Við hringinn fór Fitzpatrick upp um 17 sæti og situr nú jafn í fjórða sæti á samtals 15 höggum undir pari.

Þrátt fyrir að eiga besta hring dagsins sagði Fitzpatrick að það hefði verið ýmsilegt sem hefði mátt fara betur.

„Það er svoldið fyndið því að mér finnst ég ekki hafa verið það góður frá teig að flöt. Fólk sem horfði á hefur eflaust hugsað hversu auðvelt þetta var. Það má ekki misskilja mig, ég sló mörg mjög góð högg, en af teig var ég ekki nógu góður. Fyrri níu holurnar voru samt með þeim betri sem ég hef spilað.“

Það verður því gaman að fylgjast með á morgun, en mikil spenna er á toppnum. Nánar má lesa um stöðuna í mótinu hérna.