Fimmfaldur sigurvegari Opna mótsins látinn

Fimmfaldur sigurvegari Opna mótsins, Peter Thomson lést nú í morgun 88 ára að aldri. Þessi ástralski kylfingur hafði verið að glíma við Parkinsonsveiki og lést á heimili sínu samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu.

Thomson sigraði á sínu fyrsta Opna móti, sem er þriðja risamót ársins, árið 1954 og vann hann það þá þrjú ár í röð. Hann er eini kylfingurinn á 20. og 21 öldinni til að vinna mótið þrjú ár í röð. 

Hann vann svo mótið aftur árið 1958 og 1965. Aðeins Harry Vardon hefur oftað sigrað á mótinu, eða sex sinnum. 

Síðari meir var hann tekinn inn í Frægðarhöll kylfinga.