Fimm kylfingum bætt við í frægðarhöllina

Fimm aðilar verða á árinu 2019 teknir inn í frægðarhöll golfsins en tilkynnt var á miðvikudaginn að Retief Goosen, Jan Stephenson, Peggy Kirk Bell, Billy Payne og Dennis Walter kæmust í þennan magnaða hóp.

Retief Goosen sigraði á sínum ferli á 33 atvinnumótum og þar af tvisvar á Opna bandaríska risamótinu. Goosen var valinn kylfingur ársins á Evrópumótaröðinni árin 2001 og 2004. Þá var hann valinn sex mót í röð í lið Alþjóðaúrvals sem lék í Forsetabikarnum árin 2000-2010.

Jan Stephenson skaust fram á sjónarsviðið árið 1974 þegar hún var valinn nýliði ársins á LPGA mótaröðinni. Hún átti svo eftir að vinna 20 atvinnumót, þar af 16 á LPGA mótaröðinni. Stephenson sigraði á þremur risamótum.

Peggy Kirk Bell sigraði á einu risamóti á sínum ferli en hún varð einstaklega fær golfkennari þegar hún hætti að keppa. Árið 2007 varð hún meðal annars fyrsti kvenkylfingurinn til að vera valin ein af 100 bestu golfkennurum allra tíma hjá Golf Magazine. Sama ár fór Peggy Kirk Bell Girls Golf Tour af stað sem er í dag stærsta mótaröð Bandaríkjanna fyrir ungar stúlkur.

Billy Paine var formaður Augusta National golfklúbbsins árin 2006-2017. Paine leyfði, fyrstur allra formanna þessa sögufræga klúbbs, konum að verða félagsmeðlimir í klúbbnum.

Dennis Walters var góður kylfingur á sínum tíma áður en hann lamaðist einungis 24 ára gamall í slysi á golfvellinum. Walters er fyrrum forsvarsmaður og alþjóðlegur sendiherra First Tee sem er fyrirtæki sem hefur það að markmiði að efla unga krakka í golfi um allan heim. 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Meet the World Golf Hall of Fame Class of 2019. ➡️ #LiveUnderPar Retief Goosen: 33 worldwide wins; two U.S. Open Championships in 2001 and 2004; European Tour Player of the Year in 2001 and 2004; played in six consecutive Presidents Cups from 2000 to 2011 as part of the International Team. Jan Stephenson: 1974 LPGA Rookie of the Year; 20 professional victories, including 16 on the @LPGA_tour. Three-time Major Champion; one of the founders of the Women's Senior Golf Tour. Peggy Kirk Bell: Charter member of the LPGA in 1950 after winning the 1949 Titleholders Championship; on the winning 1950 Curtis Cup team; recipient of PGA of America’s First Lady of Golf Award in 2007; top 100 golf instructor, the first woman selected into Golf Magazine’s World Golf Teachers Hall of Fame. Billy Payne: Chairman of Augusta National Golf Club from 2006-2017; First Chairman of Augusta National Golf Club to admit female members, worked with the USGA and PGA of America to create the Drive, Chip and Putt National Championship. Dennis Walters: 2008 PGA Lifetime Achievement, 2018 USGA Bob Jones Award, Elite golfer who was paralyzed at age 24 following a golf cart accident; former spokesperson and national ambassador for The First Tee.

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is