Fimm íslenskir kylfingar við keppni í Portúgal

Fimm íslenskir unglingar eru meðal keppenda á unglingamóti í Portúgal sem ber heitið Portuguese Intercollegiate Open. Mótið er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni sem fór meðal annars fram á Akureyri árið 2016.

Íslensku strákarnir sem eru með í þetta skiptið eru Daníel Ingi Sigurjónsson, Kristófer Tjörvi Einarsson, Daníel Ísak Steinarsson, Lárus Garðar Long og Nökkvi Snær Óðinsson.

Einn hringur er nú þegar búinn og fer annar hringur mótsins fram í dag. Þriðji og síðasti hringur mótsins fer svo fram á morgun, sunnudag.

Skor íslensku kylfinganna á fyrsta hring:

Daníel Ingi Sigurjónsson, 80 högg (+8)
Kristófer Tjörvi Einarsson, 79 högg (+7)
Daníel Ísak Steinarsson, 83 högg (+11)
Lárus Garðar Long, 91 högg (+19)
Nökkvi Snær Óðinsson, 96 högg (+24)

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is