Fannar Ingi lauk leik í Flórída

Fannar Ingi Steingrímsson, afrekskylfingur úr GHG, lauk í gær leik á SunTrust Gator Invitational mótinu, en mótið er hluti af bandaríska háskólagolfinu. Fannar náði sér ekki alveg á strik en hann lék hringina þrjá á 33 höggum yfir pari.

Fannar, sem er á sínu fyrsta ári hjá Troy Háskólanum í Alabama, lék bæði fyrsta og síðasta hringinn á 79 höggum, eða níu höggum yfir pari. Annar hringurinn reyndis honum sérstaklega erfiður, en hann lék hann á 85 höggum.

Hann endaði mótið í 90. sæti og lið hans endaði mótið í 16. sæti á samtals 62 höggum yfir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.