Eyþór K. Einarsson fékk albatros á Þorláksvelli

Sá ótrúlegi atburður gerðist á sunnudaginn á Þorláksvelli að kylfingur nokkur gerði sér lítið fyrir og fékk albatros. Þetta var fyrsti albatrosinn á vellinum sem vitað er til að hafi ratað ofan í holu.

Kylfingurinn var Eyþór K. Einarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Höggið kom á 6. holu vallarins sem er 447 metra löng par 5 hola og sló hann ofan í í öðru höggi. Eyþór var að leika í móti Golfklúbbs Borgarstarfsmanna.