Evrópumótaröðin: Scott Hend með nauma forystu

Annar hringur á Omega European Masters mótinu var leikinn í dag, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Fyrir daginn var það Miguel Anges Jimenez sem var í forystu á 6 höggum undir pari. Það er hins vegar Ástralinn Scott Hend sem er kominn í forystu, en hann átti frábæran hring í dag og kom í hús á 7 höggum undir pari. Hann er því með eins höggs forystu, á samtals 13 höggum undir pari.

Hend urðu á engin mistök í dag en hann fékk á hringum einn örn og fimm fugla. Hann lék hringinn því á 63 höggum, eða 7 höggum undir pari, eins og áður sagði. Hend er með eins höggs forystu á Darren Fichardt, sem situr í 2. sæti. Hann lék hringinn í dag einnig á 7 höggum undir pari og er samtals á 12 höggum undir pari.

Þrír kylfingar eru jafnir í 3. sæti á samtals 9 höggum undir pari, en það eru þeir Thongchai Jaidee, Fabrizio Zanotti og Todd Sinnott.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.


Darren Fichardt er í 2. sæti.